Stjórn Klappa Grænna Lausna hf
Eftirtaldir aðilar sitja í stjórn Klappa Grænna Lausna hf.
Ágúst Sindri Karlsson, stjórnarformaður
Ágúst Sindri Karlsson kom inn í stjórn Klappa í nóvember 2016 og var kjörinn formaður í apríl 2017. Hann er lögfræðingur frá lagadeild HÍ og með meistaragráðu LL.M í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Exeter University í Englandi og er jafnfram löggiltur verðbréfamiðlari. Hann er stjórnarformaður og einn eiganda Rannsóknarþjónustunnar Sýni hf. og Promat ehf. og einnig stjórnarmaður í ýmsum öðrum félögum. Hann hefur áður setið í stjórnum Nýherja, MP fjárfestingarbanka og Jarðborana.
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri og varaformaður stjórnar
Jón Ágúst Þorsteinsson er einn stofnenda Klappa og hefur setið í stjórn sem formaður frá september 2014 en varaformaður frá apríl 2017. Hann er forstjóri Klappa. Hann er með doktorspróf í verkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Hann er fyrrum forstjóri og stjórnarformaður Marorku, sat í stjórn Háskólans í Reykjavík og er fyrrum formaður Samtaka sprotafyrirtækja – SSP.
Geir Valur Ágústsson, stjórnarmaður
Geir Valur Ágústsson kom í stjórn Klappa í apríl 2017. Hann er viðskiptafræðingur frá HÍ og löggiltur endurskoðandi starfar sem fjármálastjóri Air Atlanda Icalandic. Hann er stjórnarformaður þess félags og einn eiganda þess.
Hildur Jónsdóttir, stjórnarmaður
Hildur Jónsdóttir er einn stofnanda Klappa og hefur setið í stjórn frá 2014. Hún er sálfræðingur frá Árósarháskóla í Danmörku og starfar sem mannauðsstjóri Klappa.
Linda Björk Ólafsdóttir, stjórnarmaður
Linda Björk Ólafsdóttir kom í stjórn Klappa í apríl 2017. Hún er með doktorspróf í líf- og læknisfræði frá læknadeild HÍ og MBA-próf frá HR. Hún er stjórnarmaður og eigandi í Johan Rönning hf. og fleiri fyrirtækjum og starfar sem framkvæmdastjóri hjá Tennin ehf.
Sigrún Hildur Jónsdóttir, stjórnarmaður
Sigrún Hildur Jónsdóttir er einn stofnenda Klappa og hefur setið í stjórn frá nóvember 2014. Hún er stjórnmálafræðingur frá HÍ og með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum frá LSE í Englandi og MBA-próf frá HÍ. Hún starfar sem framkvæmdastjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Klöppum.
Þorsteinn Svanur Jónsson, stjórnarmaður
Þorsteinn Svanur Jónsson er einn stofnanda Klappa og hefur setið í stjórn félagsins frá nóvember 2014. Hann er lögfræðingur frá HÍ og hefur starfað hjá félaginu frá upphafi og er nú framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Klappa.