

Í aðdraganda skráningar Klappa grænna lausna hf. á First North markað Nasdaq þann 21. september síðastliðinn gerði félagið samfélagsskýrslu. Skýrsluna birtum við á heimasíðunni.
Samfélagsskýrslan var gerð eftir leiðbeiningum Nasdaq sem gefnar voru út í mars 2017. Skýrslunni er ætlað að veita fjárfestum, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum upplýsingar um stöðu mála varðandi umhverfismál fyrirtækisins, félagslega þætti og stjórnunarhætti (e. Environment, Social and Goverance eða ESG). Nú geta allar skipulagsheildir útbúið samfélagsskýrslu til að deila með sínum hagsmunaaðilum með skýrslutóli Klappa sem er að finna í Klappir Core.
Samfélagsskýrsla ársins 2017 verður birt á vef Klappa í vor.